Um okkur

Fyrirtækið Bónbræður ehf. hefur starfað síðan í febrúar 1995.  Fyrstu 5 árin starfaði fyrirtækið undir nafninu Bliki s/f en við innkomu nýs samstarfsaðila var ákveðið að breyta nafninu í Bónbræður ehf. 

Í dag starfar fyrirtækið við hreingerningar, bónvinnu og ræstingar ásamt rimlatjaldahreinsun.

Hjá Bónbræðrum starfa allt að 8 manns með áratuga reynslu í faginu. Allir starfsmenn Bónbræðra fá kennslu í meðferð efna og áhalda áður en þeir hefja störf á okkar vegum. Bónbræður ehf. hafa það markmið að gæði þeirrar þjónustu sem þeir inna af hendi sé eins og um er samið við verkkaupa hverju sinni.